Handbolti

Sjáðu dramatísku vítakastskeppnina í Eyjum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kári Kristján Kristjánsson skoraði úr síðasta víti Eyjamanna í leiknum.
Kári Kristján Kristjánsson skoraði úr síðasta víti Eyjamanna í leiknum.

ÍBV tryggði sér oddaleik gegn FH í undanúrslitum Olís-deildar karla í gær á ótrúlegan hátt.

Leikurinn var tvíframlengdur en það dugði ekki til að fá fram úrslit í leiknum. Því þurfti að fá fram úrslit í vítakastkeppni.

Þar reyndust taugar Eyjamanna sterkari og allt ætlaði um koll að keyra í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum.

Liðin mætast í oddaleik í Kaplakrika klukkan 19.40 á sunnudag. Sigurvegarinn mun mæta Val eða Aftureldingu í úrslitum.

Hér að neðan má sjá vítakastskeppnina frá Handboltapassanum og það er Benedikt Grétarsson sem lýsir.

Klippa: Vítakastkeppnin hjá ÍBV og FH

Tengdar fréttir

„Féllu dómar í dag sem voru að mér fannst ansi aug­ljósir“

„Vil bara segja að ég er ofboðslega stoltur af liðinu mínu, hvernig það lagði sig allt í verkefnið í dag,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir að liðið tapaði fyrir ÍBV í vítakeppni eftir tvíframlengdan leik í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×